139. löggjafarþing — 78. fundur,  24. feb. 2011.

atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum.

[10:48]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel raunar litlu við að bæta það sem ég sagði áðan. Ég vonast þó til þess að innan tíðar getum við lagt fram hvernig að þessum verkefnum verður staðið, sem ég tel að sé mjög brýnt. Það er mikilvægt að það samráð sem verður haft við heimamenn í þessu efni taki ekki bara til norðanverðra Vestfjarða heldur Vestfjarða í heild sinni. Ég tel að æskilegt sé að fara í málið eins og við gerðum á Suðurnesjum. Það skilar nú verulegum árangri á mörgum sviðum og ég vænti þess að sama verði niðurstaðan á Vestfjörðum enda er mjög brýnt að taka þar á málum. Þar eru vissulega mörg verkefni sem hægt er að taka á en fyrsta greining á kostnaði við verkefnin bendir til að mörg þeirra séu mjög kostnaðarsöm. (Forseti hringir.) Við munum brátt leggja fram aðgerðaáætlun um hvernig við förum í málið.