139. löggjafarþing — 78. fundur,  24. feb. 2011.

verðhækkanir í landbúnaði.

[11:02]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég get alveg tekið undir óþolinmæði hv. þingmanns í þessum efnum. Ég vil þó benda að á eins og hv. þingmaður þekkir sem ráðherra fer verðlagsnefnd búvara með málið og hún á að starfa á sjálfstæðum grundvelli. Mér finnst alveg ástæða til að við skoðum enn á ný hvort grundvöllur sé til þess að hefja eigin áburðarframleiðslu og vera ekki svo háð innflutningi á áburði og verðhækkunum þar.

Ég minni líka á að við fjárlagagerð fyrir þetta ár var lögð áhersla á að standa vörð um búvörusamningana þannig að þeir skertust ekki frá því sem var og svo ríkið gæti staðið við samning sinn við bændur hvað þá varðar.

Ég hef miklar áhyggjur af olíuverðshækkun og (Forseti hringir.) lýsi furðu minni á því hversu mikið aðilar hafa aukið álagningu sína í þeim efnum. Olíuverð er mjög … (Gripið fram í: … skattlagningu …) Og skattlagning er áhyggjuefni en álagningin líka. En ég tek undir áhyggjur hv. þingmanns og að sjálfsögðu mun (Forseti hringir.) … gera það sem það getur í þessum efnum en mikilvægt (Forseti hringir.) er þó að fylgjast með málum og sjá hvaða tillögur (Forseti hringir.) koma þar upp af hálfu þeirra aðila sem (Forseti hringir.) hér um ræðir.