139. löggjafarþing — 78. fundur,  24. feb. 2011.

skýrsla um endurreisn banka og fjármálastofnana.

[11:09]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að hvetja hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að forsætisnefnd komi saman sem allra fyrst til að fjalla um bréfið og vonandi samþykkja það. Það er mjög mikilvægt að forseti hafi forgöngu um að þingið komi fram með þeim hætti sem ætlast er til af því sem eftirlitsaðila og til þess höfum við ákveðnar leiðir. Ein ein leið er að forsætisnefnd og forseti beiti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun leggi í rannsóknir sem farið er fram á hér. Það er mjög nauðsynlegt og ég óska þess svo sannarlega að hæstv. forseti beiti sér fyrir því nú þegar.