139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[16:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst að það er fyrst og fremst verið að horfa á fagleg samlegðaráhrif þessara tveggja stofnana. Hjá landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð eru svipuð verkefni og það er fyrst og fremst verið að horfa til þess. Samlegðaráhrifin þegar til lengri tíma er litið eru í störfum sem hægt er að leggja niður ef svo má segja, það er hægt að breyta starfseminni þannig að ekki yrði nema ein símsvörun, og í endurskipulagningu tveggja stofnana kemur nýtt skipurit. Ég tel að það sé horft til þess, en samlegðaráhrif eða sparnaður — til þess hefur ekki verið sérstaklega litið nema að við endurskipulagningu þessara tveggja stofnana í eina fækkar að sjálfsögðu ákveðnum störfum eins og í þjónustu við báðar stofnanirnar í dag sem getur verið ein á sama stað. Þetta er bara eðlileg hagræðing.

Hvað varðar ráðningu starfsfólks þá hefur, eins og ég sagði áðan, undirbúningur staðið frá því í mars fyrir ári síðan og það var gengið út frá því að lögin tækju gildi núna 1. janúar. Með þeim faglegu leiðbeiningum sem undirbúningsnefndin hafði var unnið að skipuriti og það er unnið að undirbúningi ráðningar starfsmanna og endurskipulagningu innan stofnunarinnar. Það er eðlilegt að gera það og vera tilbúinn þegar frumvarpið verður að lögum.