139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[18:11]
Horfa

Frsm. minni hluta heilbrn. (Ragnheiður Ríkharðsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni fyrir ræðu hans. Mig langar í stuttu andsvari að spyrja hann einnar spurningar:

Hver er skoðun hv. þingmanns á 2. gr. laganna þar sem binda á í lög að forstöðumaður slíkrar stofnunar skuli vera læknir eða hafa læknisfræðilega menntun? Telur hv. þingmaður að almennt sé möguleiki á að aðrar heilbrigðisstéttir geti gegnt forstöðu þessarar nýju stofnunar?