139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[18:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kom í andsvar til að leiðrétta það við hv. þingmann að fundarfall hefði orðið í heilbrigðisnefnd. Á síðustu nefndadögum höfðum við tekið frá tíma fyrir heilbrigðisnefnd en eftir að hafa farið yfir málið var ákveðið að þiggja ekki þann nefndartíma. Ásókn var frá öðrum í að fá tímann og vegna þeirrar beiðni sem hafði komið fram á nefndarfundi frá hv. þingmanni um að fá aftur formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á fund heilbrigðisnefndar og fara yfir frumskýrslurnar tvær, sem hér hafa oft verið nefndar, þá voru báðir þessir liðir útræddir. Í raun og veru voru þeir afgreiddir í nefndinni þannig að okkur þótti ekki ástæða til að taka þá upp aftur og ræða frekar. Þessi mál voru útrædd.