139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

rannsóknarnefndir.

348. mál
[14:33]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég fór í gegnum í ræðu minni við 2. umr. og 1. umr. hafði ég ýmsar athugasemdir við þetta frumvarp og taldi að þótt búið væri að leggja fram ýmsar breytingartillögur sem væru til bóta væri ekki gengið nógu langt í þeim breytingartillögum. Ég mun við afgreiðslu þessa máls sitja hjá og vona að allsherjarnefnd taki málið aftur inn milli 2. og 3. umr. og fari vel í gegnum þær athugasemdir sem ég færði fram í ræðu minni og rökstuddi.