139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[15:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég sakna þess að hv. formaður utanríkismálanefndar er ekki við umræðuna vegna þess að ég ætlaði að koma skilaboðum til hans. Hann mun taka við þessu máli, þurfa að ræða það og fara í gegnum það. Ég ætla að koma þeirri hugmynd til hv. formanns nefndarinnar eða einhvers nefndarmanns að tillagan verði send til viðskiptanefndar til skoðunar og jafnframt að rætt verði um það að hv. viðskiptanefnd skoði það að flytja frumvarp á grundvelli þessarar tillögu sem við hér ræðum og þeirra hugmynda sem koma fram um rafræn skilríki fyrirtækja og einstaklinga.

Þetta er það sem ég ætlaði að koma að, frú forseti. Ég ætla ekkert að lengja þetta meira þótt hv. formaður nefndarinnar sé ekki viðstaddur.