139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs.

[16:00]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni sem við ræðum hér á eftir, ef forseti úrskurðar á þann veg, stendur, með leyfi forseta:

„Með ákvörðun hinn 25. janúar 2011 ógilti Hæstiréttur Íslands kosningu þá til stjórnlagaþings sem fram hafði farið.“

Með þessari þingsályktunartillögu er verið að fara fram hjá þessu. Búin er til nákvæmlega sama staða (Gripið fram í.) eins og Hæstiréttur hefði ekki fellt neinn úrskurð. Þetta heitir að sniðganga, frú forseti, það er verið að ganga fram hjá og fara kringum ákvörðun Hæstaréttar og ég held að það sé bara mjög varasamt og hættulegt.