139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[16:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum í það minnsta ósammála um þetta því að ég held að trúverðugleikinn verði nefnilega mjög vefengdur.

Mig langar að spyrja alla vega að einu atriði í viðbót, virðulegi forseti, og raunar ætla ég að spyrja hv. þingmann að tvennu: Ef fram kemur breytingartillaga um að byrja upp á nýtt, vanda til verka, efna til nýrra kosninga eftir hálft ár, eitt ár, ég geri mér ekki alveg grein fyrir hversu langan tíma þyrfti til þess, mun hv. þingmaður styðja slíka tillögu?

Í öðru lagi, af því að ég átta mig ekki alveg á því hvort þingmenn skilja almennt úrskurð Hæstaréttar rétt eða á sama hátt, langar mig að spyrja hv. þingmann: Hvað var það sem Hæstiréttur ógilti og hvað felst í ógildingunni?