139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:15]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega undarlegt að maður láti hafa sig í að taka þátt í umræðu á þessu plani. Hæstv. innanríkisráðherra getur gefið þær yfirlýsingar sem hann vill. Hann segist vera, ég held ég hafi lesið það einhvers staðar, vörslumaður Hæstaréttar eða eitthvað af því taginu. Þá get ég alveg eins sagt að ég ætli að vera vörslumaður þingsins. Ég ætla að vera vörslumaður þess að sú mikla ákvörðun sem tók átta mánuði að vinna að í fyrra nái fram að ganga. Mér er fullkunnugt um að sjálfstæðismenn eru á móti þeirri leið en það verður svo að vera. Þeir eru 16, við erum 63.