139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:40]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég gæti svo sem haldið þessa tölu líka og velt því fyrir mér hvert hv. þingmaður væri að fara. En ég held ég hafi reynt að útskýra fyrir hv. þingmanni efnislega hvaða tilgangi það þjónaði að ég nefndi orð þingmannsins í ræðu minni og ætla svo sem ekki að fara að endurtaka það.

Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að það væri afar gæfulegt og heppilegt ef við til að mynda gerðum það að raunveruleika að draga lærdóm af því sem við ætluðum að gera í skýrslunni 63:0, sem er m.a. um umræðumenningu og hegðan okkar stjórnmálamanna, (Gripið fram í: … þingsályktunartillaga.) bæði hér í sal og í störfum. Ég veit vel að hv. þingmaður er mér sammála um að það er hin rétta leið til að takast á við vandann en ekki upphrópanir.