139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:30]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það var alveg ljóst á þessum nefndarfundi sem ég sat í samráðsnefndinni að í raun og veru var valdið Sjálfstæðisflokksins um hvað gera skyldi (PHB: Alls flokksins?) — já, þingflokks sjálfstæðismanna. Tíminn var knappur sem við höfðum. Kosningin um Icesave þarf að fara fram innan ákveðins tíma og ekki var hægt að hætta á að lenda með málið í tímaþröng.

Ég hef aðra spurningu til þingmannsins. Mig langar að vita hverju hann telur að þurfi og eigi að breyta í stjórnarskránni.