139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

þjóðgarðar.

[11:05]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég vil þó nefna hér að þau þrjú atriði sem ráðherra nefnir í svari sínu, samráðsferlið, veiðarnar og samgöngurnar, eru réttilega eins og hún getur um þau atriði sem virðist á brjóta. Mér finnst með ólíkindum hvernig málið getur unnist með þeim hætti í öllu þessu langa ferli að þegar kemur að staðfestingu og hún er fullnustuð verði viðbrögðin með þeim hætti. Það hlýtur að vera gerð krafa til þess að ferlið við þetta, staðfesting slíkrar áætlunar, verði endurskoðað. Ég tek undir að það þarf ítarlegri og betri tíma til að ræða þetta og það tækifæri gefst á morgun, á opnum fundi með hæstv. ráðherra, en ég spyr engu að síður um sýn hennar til þeirra möguleika sem fyrir eru til þess að (Forseti hringir.) gera breytingar til að létta á spennu í því tíu ára ferli sem staðfestingin tekur til.