139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[14:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Af hverju hef ég eina mínútu?

(Forseti (ÞBack): Seinna andsvar.)

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég er ekki alveg sammála því að Alþingi hafi ekki getað breytt stjórnarskránni hingað til, að það sé út af 26. gr. Ég held að það sé reyndar bara vegna þess að þeir sem hafa verið skipaðir í það hafa haft það sem aukastarf. Þeir hafa verið að gera eitthvað allt annað alla daga hér á þinginu og ekki getað sinnt því eingöngu, sem þyrfti að vera. Það getum við að sjálfsögðu gert, við getum skipað sérnefnd sem gerir ekkert annað en að sinna þessu. Ég held að það sé málið.

Það sem hv. þingmaður kom inn á er eiginlega breyting á 79. gr. Ég held að þingheimur allur ætti að taka sig saman og breyta þeirri grein á þann veg að hægt sé að breyta stjórnarskránni og að þjóðin kjósi um það með afgerandi hætti því eins og fyrirkomulagið er núna kýs þjóðin aldrei um stjórnarskrárbreytingar.