139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur verið alveg ljóst frá upphafi þessa máls að Sjálfstæðisflokkurinn og hv. þingmenn hans vilja ekki fara stjórnlagaráðsleiðina. Þeir vilja sitja hér og velja eitthvert fólk sem við hér, 63, teljum valinkunnugt eða ég veit ekki hvaða orð menn nota yfir vini sína og vandamenn þegar þeir velja þá í nefndir. Það hefur alltaf verið ljóst. (MÁ: Innmúraðir.) Ég skil það þá þannig að hv. þingmaður sé ekki tilbúinn að fara uppkosningarleiðina. Hann vill að stjórnlaganefndin, sem er skipuð góðu og fínu fólki og ekki ætla ég að gera lítið úr því, vinni áfram og þetta sé allt með gamla laginu. Þá sannast það bara enn einu sinni í huga mér síðan ég kom inn á þing, sem eru bráðum tvö ár, að í huga sjálfstæðismanna þýði samráð: Ég ræð.