139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

vísun máls til nefndar.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Á fundi sínum 2. mars sl. ræddi samgöngunefnd Alþingis þingmál nr. 280, Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ, og samþykkti tillögu um að vísa málinu til menntamálanefndar sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis.

Menntamálanefnd tók fyrir á fundi sínum 7. mars sl. bréf samgöngunefndar, dags. 3. mars sl., með ósk um að menntamálanefnd samþykkti að taka þingmáli 280, Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ. Nefndin samþykkti að verða við þeirri ósk.