139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

skólamál.

[15:30]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Það var eiginlega dálítið skemmtilegt þegar hæstv. menntamálaráðherra sagði að þeir ætluðu að „endurtaka þennan leik“ með innritunarferlið. Það er meira mál en svo að velja sér framhaldsskóla að ráðuneyti eða yfirvöld geti orðað það á þann veg að verið sé „að endurtaka leik“ til að finna leið sem hæfir flestum. En mig langar í þessari stuttu fyrirspurn að spyrja hæstv. ráðherra hvort og þá hvernig skólarnir almennt hafi brugðist við því þegar innritunarreglunum var breytt, hvort könnun hafi verið gerð á því í skólum, hvort heldur er í Reykjavík eða á landsbyggðinni almennt.

Ég ítreka síðan spurningu mína til hæstv. ráðherra um það hvernig eftirlitshlutverki ráðuneytisins sé háttað gagnvart þeim sveitarfélögum sem hyggja á stórar breytingar fyrir næsta skólaár um réttindi barna og unglinga í leik- og grunnskólum samkvæmt (Forseti hringir.) þeim svörum sem …