139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

eftirlit menntamálaráðuneytisins með samningum.

[15:36]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir þessa upplýsingagjöf um viðbrögð ráðuneytisins við þeim mistökum sem gerð hafa verið á liðnum árum. Mig langar í framhaldinu að spyrja beint hvort hæstv. ráðherra geti fullyrt að ekki séu í hennar málaflokki fleiri dæmi um afdrifaríkar vanrækslusyndir sem tengjast eftirliti með þjónustusamningum við einkaskóla eða aðra aðila, eftir atvikum, sem tekið hafa að sér þjónustu við almenning fyrir almannafé.