139. löggjafarþing — 86. fundur,  14. mars 2011.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

210. mál
[15:47]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Auðvitað þurfa stjórnvöld, eftir atvikum skattrannsóknarstjóri, að hafa tiltæk úrræði til að tryggja að menn skjóti sér ekki undan réttri framkvæmd laganna en því eru takmörk sett hversu miklar heimildir eðlilegt er að færa einstökum stjórnvöldum til að ná fram markmiði laganna. Í þessu tilviki er verið að færa skattyfirvöldum úrræði til kyrrsetningar eigna sem er gríðarlega áhrifamikið og getur orðið afdrifaríkt inngrip inn í rekstur fyrirtækja áður en látið hefur verið á það reyna hvort sjónarmið skattsins eigi við rök að styðjast. Það er af þeirri ástæðu sem við leggjumst gegn því að úrræðið sé lögfest.