139. löggjafarþing — 91. fundur,  14. mars 2011.

stúdentspróf.

522. mál
[18:51]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Við erum eiginlega að tala um heildstæða löggjöf leik-, grunn- og framhaldsskóla, sveigjanleika í skólastarfi og sveigjanleg skólaskil vegna þess að við ætluðum að horfa á þetta heildstætt þannig að nemendur í leikskóla gætu hafið nám í grunnskóla og nemendur í grunnskóla gætu hafið nám í framhaldsskóla án þess endilega að þurfa að hverfa úr þeim skóla sem þeir eru í hverju sinni. Þetta á ekki að vera bundið við húsnæði, þetta á að vera bundið við námið sjálft. Ef við ætlum að líta á þetta sem heildstæða löggjöf frá leikskóla til loka framhaldsskóla megum við ekki horfa á þetta sem húsakost heldur hvernig skólastarfið er innan og hvernig það getur teygt sig á milli skólastiga. Gleymum ekki orðræðunni. Förum að nota lokapróf framhaldsskóla í staðinn fyrir stúdentspróf vegna þess að menn geta lokið námi sem rafvirki eða múrari líka til stúdentsprófs í áframhaldandi nám.