139. löggjafarþing — 93. fundur,  15. mars 2011.

framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

557. mál
[18:27]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Þar sem mér gafst ekki tækifæri til að fara í andsvar við hv. framsögumann og formann allsherjarnefndar Róbert Marshall langar mig til að spyrja hann tveggja spurninga.

Ef einungis er blæbrigðamunur á því sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir er að segja og því sem stendur í breytingartillögum og nefndaráliti meiri hluta allsherjarnefndar og ef það er svo að það sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir er að segja er í raun og veru í greinargerð allsherjarnefndar, af hverju má þá ekki setja það inn í lagatextann sjálfan?