139. löggjafarþing — 94. fundur,  16. mars 2011.

húsnæðismál.

547. mál
[14:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mér er nokkur vandi á höndum í þessu máli. Ég styð að sjálfsögðu þær aðgerðir sem lagt er til að farið verið í til lausnar á skuldavanda heimilanna. Hins vegar hefur ekki verið farið nægilega í gegnum hvaða lán hjá Íbúðalánasjóði þarf að skera. Hann hefur lánað með 80% lánshlutfalli og ég sé ekki almennilega hvaða lán ættu að falla undir það. Það hefur ekki verið kannað nægilega í nefndinni sem um málið fjallaði og ég get þess vegna ekki staðið að því, sérstaklega ekki vegna þess að það mun kosta óhemjumikla peninga. Við erum nýbúin að styrkja Íbúðalánasjóð um 33 milljarða og sennilega vantar um 15 milljarða til viðbótar vegna þessara aðgerða. Vegna þess arna mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og legg til við flokksmenn mína sem og alla aðra þingmenn að þeir sitji hjá.