139. löggjafarþing — 94. fundur,  16. mars 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

119. mál
[14:51]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég verð að segja það að hlutverk mitt er eingöngu formlegt sem lögafgreiðslumanns. Við höfum engin efnisleg áhrif á þessa þingsályktunartillögu eða þau frumvörp sem koma í kjölfarið. Við eigum möguleika innan EFTA í sex vikur að gera athugasemdir. Við höfum að óbreyttum lögum í dag líka aðkomu að nefndum innan ESB, það er ekkert af þessu nýtt. Við erum í formlegri aðkomu en ekki efnislegri. Það hef ég reynt sjálfur á undanförnum vikum.