139. löggjafarþing — 94. fundur,  16. mars 2011.

göngubrú yfir Ölfusá.

109. mál
[15:00]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mig langar að þakka þeim hv. þingmönnum sem sitja í samgöngunefnd og hafa haft þetta mál til umfjöllunar fyrir afgreiðslu þeirra á málinu. Ég fagna því að það sé komið á þennan stað og hlakka til að sjá niðurstöður úr athugun á kostum göngubrúar yfir Ölfusá sem er gríðarlega mikilvægur þáttur til að tryggja umferðaröryggi á Suðurlandi. Mig langar að koma því sérstaklega á framfæri að þáverandi hv. þingmaður, Kjartan Ólafsson, var fyrsti flutningsmaður að sambærilegri tillögu á a.m.k. tveimur fyrri þingum þannig að ljóst er að koma ber sérstökum þökkum til þess hv. fyrrverandi þingmanns fyrir framgangs þessa máls.