139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

efnahagsmál.

[10:45]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Ég held að sú sem hér stendur hafi skýrari stefnu í mörgum málum en margir sem hér hafa talað. Stefna mín er mjög skýr t.d. að því er varðar Evrópusambandið sem ég tel að rétt sé að við göngum inn í að því tilskildu að við fáum viðunandi niðurstöðu í sjávarútvegsmálum.

Stefna mín er alveg skýr varðandi krónuna. Ég tel að við eigum að taka upp evruna, ég tel það miklu betra og meiri hagsæld fólgna í því fyrir uppbyggingu atvinnulífs og fyrir heimilin í landinu að gera það til frambúðar.

Ég hef lýst því hér yfir að við þurfum að fara í að byggja hér upp hagvöxt og taka betur á því sem við erum að gera með atvinnulífinu. Ég tel að við þurfum að vinna að því að ná hagvextinum upp úr 13% í a.m.k. 18–20% á næstu þremur árum. Er það ekki stefna, hv. þingmaður?

Varðandi skattana höfum við líka alveg skýra stefnu í þeim málum. Þegar grannt er skoðað og farið ofan í skattana voru skattahækkanir miklu meiri í tíð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins en nokkurn tíma í — (JónG: Það er rangt.) skattarnir, skattahækkanir (Forseti hringir.) og skattbyrðin, (Gripið fram í.) hvort sem er á fyrirtæki eða einstaklinga, (Forseti hringir.) voru miklu meiri í tíð framsóknarmanna og (Forseti hringir.) sjálfstæðismanna áður en þessi ríkisstjórn komst til valda en núna er. (Forseti hringir.) Skattar hafa lækkað á einstaklinga, sérstaklega á meðaltekjur, en þeir hafa hækkað á fólk sem er með háar tekjur. Og þegar heildarskatttekjur atvinnulífsins eru bornar saman (Forseti hringir.) við hlutfall af landsframleiðslu eru þeir lægri núna en þegar Framsóknarflokkurinn (Forseti hringir.) var við völd. [Háreysti í þingsal.]