139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:11]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Það er einfalt að leysa þennan vanda. Hæstv. forseti þarf bara að útskýra það fyrir hæstv. forsætisráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatímum er það hlutverk ráðherra að svara þeim spurningum sem hv. þingmenn varpa fram, eins og hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gerði. Hann spurði að gefnu tilefni hver stefna ríkisstjórnarinnar væri í gjaldmiðilsmálum. Hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra vill taka upp evru. Hæstv. fjármálaráðherra vill halda krónunni og hv. formaður viðskiptanefndar (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Fundarstjórn forseta.)

vill taka upp nýjan gjaldmiðil. Því er eðlilegt að hv. þingmaður spyrji hæstv. forsætisráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðilsmálum. Slíkum spurningum verður hæstv. (Forseti hringir.) forsætisráðherra að svara og það er óþolandi að þurfa að rifja það upp fyrir hæstv. forsætisráðherra að það er ríkisstjórn (Forseti hringir.) í landinu sem forsætisráðherra stjórnar og það er hún (Forseti hringir.) sem þarf að svara spurningum. Það þýðir ekki að snúa öllu (Forseti hringir.) á haus og leyfa hæstv. forsætisráðherra að komast upp með það að láta eins og stjórnarandstaðan (Forseti hringir.) stjórni öllu í þessu landi.