139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:13]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég hef lent í því þegar hv. þingmenn hafa varpað til mín spurningum að ég hef ekki haft svör á reiðum höndum. Það er einfaldlega þannig að á svo stuttum tíma sem gefst til að útskýra flókin mál eins og á við um óundirbúnar fyrirspurnir (Gripið fram í: Er þetta um fundarstjórn forseta?) er ekki alltaf hægt að leggja fram nægilega góð svör. (Gripið fram í: Frú forseti.) Þess vegna kem ég hingað, frú forseti, til að verja hæstv. forseta fyrir því sem hv. þingmenn eru að ásaka hana um, að hún haldi ekki uppi stjórn þegar hv. þingmenn varpa fram fyrirspurnum.

Ég vil hins vegar segja að margar fyrirspurnir, eins og t.d. núna þegar hæstv. forsætisráðherra fær fjórar fyrirspurnir, eru fullar af pólitískri mælskufræði. Hv. þingmenn þurfa ekki að vera hissa þó að svörin beri keim af því. Ef hv. þingmenn vilja pólitískar (Forseti hringir.) … Ef þeir vilja efnisleg svör koma þeir með efnislegar fyrirspurnir (Forseti hringir.) en eiga ekki að vera svona æstir yfir því þó að menn setji upp skjöld (Forseti hringir.) þegar menn …