139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:23]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að bera af mér sakir. (Gripið fram í: Nú?) Hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson sakar mig um að vilja skipta um kennitölu á krónunni og kýs þannig gegn betri vitund að snúa út úr tillögu minni. Ég hef lagt til að við tökum upp nýjan gjaldmiðil sem er með mismunandi gengi og sú tillaga gengur út á að breyta virði krónunnar en ekki út á myntbreytinguna eina og sér.