139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

stjórn vatnamála.

298. mál
[11:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vatnatilskipun þessi lýtur að því að verið er að innleiða EES-rétt. Ísland er eyja eins og allir vita og hér rennur vatn ekki yfir landamæri sem þessi tilskipun gengur raunverulega út á. Þetta er eitt af þessum hundleiðinlegu ESB-málum. Hér er verið að auka frekar við kratisma í stjórnsýslunni og samfélaginu öllu. Verið er að stofna vatnaráð samkvæmt 4. gr. og tvær ráðgefandi nefndir samkvæmt 9. gr. á þessum niðurskurðartímum. Ekki er ljóst hvað sveitarfélögin þurfa að bera mikinn kostnað af málinu. Þess vegna ætla ég að sitja hjá milli þessara umræðna þar sem meginmarkmið í vinnu Alþingis ætti frekar að vera burt með báknið í stað þess að bæta við endalausum embættisfærslum og búa til ný embættisstörf.