139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[11:34]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um að sameina embætti landlæknis og Lýðheilsustöð. Unnið var að frumvarpinu í nánu og góðu samstarfi við starfsmenn landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar. Hlutverk stofnananna falla vel saman, samlegðaráhrif sameiningarinnar eru margvísleg, nýja stofnunin mun taka við öllum verkefnum sem landlækni og Lýðheilsustöð er falið að sinna samkvæmt gildandi lögum. Hún mun sinna leyfisveitingum, sóttvörnum, ráðgjöf, eftirliti, upplýsingaöflun, gæðamálum, skýrslugerð, forvörnum, heilsueflingu og lýðheilsu. Sameinuðu embætti er því ætlað að standa vörð um heilbrigði og velferð þjóðarinnar.

Ég tel mikilvægt að við stöndum vel að þessari stofnun og óskum henni velferðar.