139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010.

577. mál
[12:39]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mun tryggja að málið verði tekið á dagskrá næsta samstarfsráðherrafundar verði það ekki leyst þá. Ég vil bæta því við að formaður menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs á vettvangi þingsins, Mogens Jensen, hefur snúið sér til sænskra stjórnvalda hvað varðar félagsleg málefni norrænna háskólanema í Svíþjóð þannig að það er líka til umræðu í þingnefndinni. Við verðum að sjálfsögðu að halda málinu bæði á vettvangi þingsins og ráðherranefndarinnar, á pólitískum vettvangi, því að þetta er háalvarlegt mál.