139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja og aukinn hagvöxtur.

[14:07]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Lítil og meðalstór fyrirtæki samþykktu á árinu 2009 að taka á sig hækkað tryggingagjald á meðan atvinnuleysið var vaxandi. Nú þegar þau eygja von um að fá lækkun á tryggingagjaldinu svarar hæstv. forsætisráðherra: Það kemur til álita ef við getum hækkað einhverja aðra skatta í staðinn. Þetta er ekki raunveruleg aðstoð við þau fyrirtæki sem hæstv. fjármálaráðherra segir að skapi og geymi flest störfin í landinu í dag.

Það hjálpar þessum fyrirtækjum heldur ekki þegar vextir eru, eins og hæstv. fjármálaráðherra tekur fram, of háir. Þeir eru of háir. Þeir eru hærri en alls staðar annars staðar þar sem menn glíma við kreppu. Það hefur heldur ekki hjálpað hvernig skattstefna þessarar ríkisstjórnar hefur birst í framkvæmd. Þeir sem skoða núna nýjustu tölur úr fjármálaráðuneytinu um greiðslujöfnuðinn á fyrsta mánuði þessa árs sjá auðvitað þegar horft er til baka að það þarf að endurheimta tekjur ríkisins til að loka fjárlagagatinu og það verður ekki gert ef okkur mistekst að koma á (Forseti hringir.) hærra fjárfestingarstigi, koma hagvextinum í gang og standa með fyrirtækjunum í landinu. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, það verður engin (Forseti hringir.) velferð í þessu landi ef engin er atvinnan.