139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[20:18]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Er ekki rétt hjá mér að sjálfstæðismenn óskuðu eftir því að Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, kæmi fyrir allsherjarnefnd og hún hafi lýst því yfir að hún væri algjörlega fylgjandi því að þessi leið yrði farin? (Gripið fram í.) „Só“, segja sjálfstæðismenn, vegna þess að svo skemmtilega vill til að einhver er ósammála túlkun þeirra. (Gripið fram í.) Ég spurði, ef ég mætti ljúka máli mínu, ítrekað: Í hverju fólst niðurstaða Hæstaréttar?

Hér hafa sjálfstæðismenn komið, ég hef fylgst með því í umræðunni, og galað eins hátt og þeir geta að verið sé að vanvirða niðurstöðu Hæstaréttar. (Gripið fram í.) Hvað átti að gera í kjölfarið á ákvörðun Hæstaréttar sem sex dómarar tóku? (Gripið fram í.) Þar liggur, held ég, hundurinn grafinn. Það liggur ekki fyrir. Þá verður Alþingi einfaldlega að taka (Forseti hringir.) til sinna ráða og m.a. skipa stjórnlagaráð.