139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[22:22]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki viss um að hægt sé að stilla því þannig upp að það verði framsóknarmenn sem muni tryggja að þetta mál nái fram að ganga. Það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál innan flestra flokka, það er líklega Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur heill gegn þessu og kemur kannski ekki á óvart.

Til að svara spurningu hv. þingmanns er svarið einfaldlega nei. Ég tel mig á engan hátt bundinn því sem kemur út úr þessu stjórnlagaráði, ef það verður samþykkt. Ég held reyndar að ef staðan verður sú að þessi tillaga verður samþykkt með eins eða tveggja atkvæða meiri hluta sé skynsamlegra að draga hana til baka, skynsamlegra að fresta málinu og reyna að ná lendingu frekar en að láta svona mikilvægt mál lenda í klemmu hér í þinginu.