139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[22:24]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil kannski fyrst og fremst leggja áherslu á að það að skipa stjórnlagaráð eða kjósa stjórnlagaþing þýðir ekki að menn komist að einni niðurstöðu þar frekar en einhvers staðar annars staðar. Við vitum að þeir sem buðu sig fram til að taka þetta að sér höfðu mjög skiptar skoðanir á ýmsum hlutum alveg eins og er hér á Alþingi. Að mörgu leyti er því hægt að segja að jafnmikil óvissa sé með ganginn í stjórnlagaráði eða stjórnlagaþingi eins og hér á Alþingi. Hugmyndin var að taka leikmenn, ef það má orða það þannig, eða fólk sem er ekki inni í þessari hringiðu, til að vinna þessa vinnu. Ég er ekkert viss um að niðurstaðan hefði endilega verið eitthvað friðsamlegri eða betri en hér á Alþingi. Mér finnst hins vegar vera lag til að láta reyna (Forseti hringir.) á Alþingi í þessu máli.