139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[22:29]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var eitt atriði í ræðu hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar sem ég staldraði við. Það var mat hans á því bréfi sem okkur í allsherjarnefnd barst en við fjölluðum ekki neitt efnislega um þegar það kom til okkar. Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hefur reifað það nokkuð í ræðustól og hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson gerði það líka. Bréfið varðar ýmsa annmarka á framkvæmd stjórnlagaþingskosningarinnar 27. nóvember sem hafa kannski ekki verið ræddir svo mikið áður og ekki voru meðal þeirra atriða sem Hæstiréttur fjallaði um, einfaldlega vegna þess að ekki var kært vegna þeirra.

Ég er að velta fyrir mér mati hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar á efni þessa bréfs og að hvaða (Forseti hringir.) niðurstöðu hann komist eftir lestur þess um gæði þess starfs sem (Forseti hringir.) þarna var unnið.