139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[22:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vitanlega að mörgu leyti rétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni, það er mjög mikilvægt að boða til kosninga sem allra fyrst, við sjáum það á ástandi stjórnmálanna í dag.

Varðandi 79. gr. verð ég að viðurkenna fyrir hv. þingmanni að ég hef ekki sökkt mér mjög djúpt ofan í hana en get hins vegar með smáfyrirvara verið sammála hv. þingmanni um að það væri æskilegt að breyta þessu þannig að hægt væri að fara með breytingar á stjórnarskránni beint til þjóðarinnar. Ég vil a.m.k. ekki útiloka það.

Þetta er eitt af þessum atriðum sem við verðum að geta rætt og haft þroska til að ræða hér í þingsal.