139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[22:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þetta svar en ég er með fleiri spurningar. Hv. fyrrverandi þingmaður Jón Kristjánsson leiddi mikið starf hérna um breytingar á stjórnarskránni. Ég spyr hv. þingmann: Hvers vegna hefur gengið svona illa að breyta stjórnarskránni hingað til, af hverju hefur það ekki tekist í þeim mörgu atrennum sem gerðar hafa verið?

Svo er ég með aðra spurningu og hún er einföld: Til hvers hafa þjóðir stjórnarskrár?