139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að atkvæðagreiðslur fara fram að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Að atkvæðagreiðslum loknum mun hæstv. forsætisráðherra flytja skýrslu um úrskurð kærunefndar jafnréttismála nr. 3/2010. Samkomulag er um lengd umræðunnar og stendur hún í rúma klukkustund.

Hlé verður gert á þingfundi kl. 13 og stendur það í eina klukkustund, en að því loknu, kl. 14, fer fram utandagskrárumræða um hagvöxt og kjarasamninga. Málshefjandi er hv. þm. Bjarni Benediktsson, hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir verður til andsvara. Samkomulag er um lengd umræðunnar og stendur hún í rúma klukkustund.

Forseti gerir ráð fyrir því að mál nr. 4 á dagskrá hefjist að lokinni umræðu utan dagskrár, upp úr kl. 15, þannig að 5., 6. og 7. dagskrármálin gætu komið til umræðu fyrr á fundinum.