139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

fjöldi afgreiddra umsókna um ríkisborgararétt.

[10:55]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Eftir því sem ég kemst næst og samkvæmt upplýsingum í innanríkisráðuneytinu er ástæðan ekki sú að synjunum um ríkisborgararétt hafi fjölgað, heldur hefur umsóknum fækkað. Fólki sem er af erlendu bergi brotið hefur fækkað á Íslandi. Mönnum sem hafa komið hingað, körlum og konum í atvinnuleit, hefur fækkað. Margir hafa haldið til síns heima og einstaklingar sem vilja fá ríkisborgararétt eru færri nú en áður var. Sú mun vera skýringin og hún ein.