139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:13]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Alþingi fer með stjórnskipunarvaldið með kosningum á milli, það er alveg klárt. Farið var af stað með þá hugmynd að úthýsa því valdi með svokölluðu stjórnlagaþingi. Það var gert. Framkvæmdarvaldið stóð svo illa að þeirri kosningu til stjórnlagaþings að Hæstiréttur sá sig knúinn til að ógilda þá kosningu. Þar með dó hugmyndin um að stjórnlagaþing gæti orðið að veruleika.

Hér er farið fram með þingsályktunartillögu sem fer gegn stjórnarskránni. Hér hunsar Alþingi niðurstöðu Hæstaréttar. Það er mjög alvarlegt að forseti Alþingis skuli hafa hleypt þessu máli á dagskrá og að það skuli vera komið í atkvæðagreiðslu.

Frú forseti. Það er hreinn skandall að málið skuli vera komið svona langt. Ég segi nei.