139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:20]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég studdi tillögu um uppkosningu eftir að dómur Hæstaréttar féll. Því miður hlaut sú tillaga ekki hljómgrunn hjá meiri hlutanum. Meiri hlutinn virðir ekki þrískiptingu ríkisvaldsins með þessari þingsályktunartillögu og hann sniðgengur þannig stjórnarskrána. Þetta er ekki gæfuleg byrjun á því að setja nýja stjórnarskrá og ég segi því nei við tillögunni um stjórnlagaráð.