139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:22]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tel fráleitt að hér sé verið að storka Hæstarétti eða ganga á svig við hann sem dómsvald með því að fara þá leið sem lögð er til hér í dag. Þvert á móti tel ég að hér sé farið að lögum og góðri reglu. Alþingi fer með stjórnskipunarvaldið og breytingarvald á stjórnarskrá. Alþingi hefur fulla lagaheimild til að skipa stjórnlagaráð með þeim hætti sem hér er lagt til. Þetta er eðlilegasta og sjálfsagðasta niðurstaðan (Gripið fram í: Rangt.) í þeirri stöðu sem upp er komin og ég mun styðja þessa málsmeðferð.