139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Með breytingartillögu þessari var ég að reyna að bera í bætifláka fyrir þá vinnu sem hefur farið fram í allsherjarnefnd þar sem sú vonlausa tillaga liggur fyrir um taka valdið af Hæstarétti og færa það út í þjóðfélagið á ný. Með þessari tillögu legg ég til að við ályktum að fela forseta Alþingis að höfðu samráði við forsætisnefnd að framlengja starfstíma stjórnlaganefndarinnar sem unnið hefur að gagnasöfnun, stóð fyrir þjóðfundi og hefur tekið saman drög að skýrslum sem skila á að lokinni þessari atkvæðagreiðslu. Ég lagði til að þessum frumvarpsdrögum og skýrslu yrði skilað til Alþingis, í það hús sem stjórnskipunarvaldið er, en það er greinilega ekki vilji fyrir því. En svona gerast hlutirnir. Þetta var tilraun mín til að breyta þessu í þá átt að færa þá vinnu sem nú þegar er yfirstaðin og hefur kostað um það bil 400–500 millj. kr. (Forseti hringir.) á þann stað sem vinnan á að fara fram. Þingmaðurinn segir já.