139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Stjórnlagaþing verður ekki haldið. Það er því fráleitt að halda því fram að með samþykkt þessarar ályktunar sé farið á svig við Hæstarétt eða stjórnarskrá. Með samþykkt ályktunarinnar erum við hins vegar einu skrefi nær því að fá tillögu að nýrri stjórnarskrá. Ég fagna því og segi já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)