139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:57]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Nú hefur þessi þingsályktunartillaga verið samþykkt með minni hluta atkvæða á þingi. [Kliður í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Atkvæðagreiðslan stendur yfir.)

Ég er að gera grein fyrir atkvæði núna. Nú þegar hefur einn aðili boðað að hann ætli í skaðabótamál við ríkið vegna þess að stjórnlagaþing varð ekki. Ég hef bent á að um leið og Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosninguna myndaðist skaðabótakrafa vegna launakostnaðar. Nú verður fróðlegt að sjá þegar þetta stjórnlagaráð kemur saman, af því að því er beint að 25 tilteknum aðilum, hvaða sæti fari síðast inn í stjórnlagaráðið. Ekki er búið að tala við þessa einstaklinga og ekki voru kosnir varamenn. Samt á að notast við það sjálfkrafa kerfi að þeir sem lentu neðar í sætum og hlutu ekki kjör á ógilt stjórnlagaþing taki sæti í stjórnlagaráðinu, frú forseti. Þetta er svo einkennileg staða sem er búið að koma bæði Alþingi og þjóðinni í að þetta verður fréttaefni næstu fjóra mánuðina.