139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:05]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég styð þessa tillögu og ég fagna því að einhver lending sé komin í þessu máli. Ég hlakka til að sjá niðurstöðu þessa hóps sem við erum að velja til að fara í það umfangsmikla verkefni að endurskoða stjórnarskrá okkar. Ég vona að þau leiðindi sem átt hafa sér stað hér innan húss dreifi sér ekki út í samfélagið. Ég vona að góð umræða verði um þann nýja samfélagssáttmála sem ég vænti að þessi 25 manna hópur, plús, skili af sér. Ég segi já.