139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:09]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Vegna framgöngu núverandi ríkisstjórnar er Ísland eina ríkið þar sem æðsti dómstóll neyddist til að ógilda landskosningu. Menn hafa komið upp og fullyrt að þetta sé löglegt. Ég er með yfirlýsingar frá lagaprófessorum sem fullyrða að í þessu virði Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins, sniðgangi stjórnarskrána, sniðgangi niðurstöðu Hæstaréttar, að þessi leið byggi ekki á traustum forsendum. Varkár lagaprófessor, sem hv. stjórnarþingmenn hafa fram til þessa vísað til, segir líka að þetta sé löglegt en óheppilegt.

Virðulegi forseti. Ég veit að spunameistarar ríkisstjórnarinnar hafa sagt að þetta sé fín redding en stjórnarskráin á betra skilið en (Forseti hringir.) frumvarp ríkisstjórnarinnar. Ég segi nei.