139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

þingsköp Alþingis.

596. mál
[15:41]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Mig langar til að beina smáhugleiðingu til hv. þingmanns til að athuga hvort þingmaðurinn, sem telst vera frekar íhaldssamur að því er mér hefur sýnst og hefur jafnframt reynslu af því að starfa í forsætisnefnd og skipuleggja þingstörfin, telji Alþingi Íslendinga vera fjölskylduvænan vinnustað og hvort hv. þingmaður sjái einhverjar leiðir, ef hv. þingmanni þykir þurfa, að bæta stöðu þeirra þingmanna sem eiga fjölskyldu, sem eru væntanlega allir, og starfsmanna þingsins til að ná að samræma betur starfið við hefðbundið fjölskyldulíf.

Þetta hefur talsvert verið rætt undir ýmsum liðum, m.a. störfum þingsins í þessum sal, en mig langar að spyrja hv. þingmann sem hefur þessa reynslu hvort hann sjái einhverjar leiðir til að bæta þessa stöðu ef hann telur einhverja ástæðu til.